Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur valið 21 leikmann til æfinga vegna leikja Íslands gegn Slóveníu í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í desember.
Heilbrigðisráðuneytið samþykkti í gær að veita landsliðinu undanþágu til æfinga að beiðni HSÍ og verður fyrsta æfingin haldin strax í dag. Fyrri leikurinn gegn Slóveníu fer fram 16. apríl á útivelli og mætast liðin svo hér heima á Ásvöllum 21. apríl. Landsliðsfyrirliðinn Steinunn Björnsdóttir verður ekki með en hún er með slitið krossband í hægra hné.
Þá vekur athygli að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í hópnum. Hún lagði skóna á hilluna á síðasta ári en hefur verið að æfa með Val undanfarið og tók þátt í síðustu leikjum liðsins áður en hlé var gert á Íslandsmótinu vegna hertra sóttvarnaaðgerða.
Íslenski hópurinn samanstendur af eftirfarandi leikmönnum:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (28/0)
Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (5/0)
Saga Sif Gísladóttir, Valur (2/0)
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Kristianstad (22/19)
Anna Úrsula Guðmundsdóttir, Valur (101/221)
Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (5/9)
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (61/125)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen (22/19)
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan (39/32)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (3/4)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (40/79)
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (37/68)
Karen Knútsdóttir, Fram (102/369)
Lovísa Thompson, Valur (22/41)
Mariam Eradze, Valur (1/0)
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (29/36)
Rut Jónsdóttir, KA/Þór (97/205)
Sigríður Hauksdóttir, HK (19/43)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (58/43)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (43/55)
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (3/5)