Kielce í vænlegri stöðu

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum. AFP

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark fyrir Kielce þegar liðið heimsótti Nantes í fyrri leik liðanna sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handknattleik í Frakklandi í kvöld.

Nantes náði mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik, 14:10, en Kielce tókst að laga stöðuna á lokamínútunum og var staðan 14:12, Nantes í vil, í hálfleik.

Kielce byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og leiddi með þremur mörkum þegar tíu mínútur voru til leiksloka, 20:14.

Nantes tókst að minnka forskot Kielce í eitt mark en lengra komust Frakkarnir ekki og lokatölur 25:24, Kielce í vil.

Síðari leikur liðanna fer fram 7. apríl og þarf Nantes sigur til þess að komast áfram í átta liða úrslit keppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert