Sex leikja bann fyrir reiðikast

Tal­ant Dujs­heba­ev, lengst til vinstri, fékk rauða spjaldið í fyrri …
Tal­ant Dujs­heba­ev, lengst til vinstri, fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyr­ir kröft­ug mót­mæli eft­ir að yngri son­ur hans, Daniel Dujs­heba­ev, fór meidd­ur af velli. Ljósmynd/Vive Kielce

Tal­ant Dujs­heba­ev, þjálfari Sigvalda Björns Guðjónssonar hjá pólska liðinu Kielce, var úrskurðaður í sex leikja bann eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í undanúrslitum bikarsins um daginn.

Kielce vann Wisla Plock í undanúr­slit­um fyrr í mánuðinum en talsverður hiti var í leiknum. Hinn kunni þjálfari fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyr­ir kröft­ug mót­mæli er yngri son­ur hans, Daniel Dujs­heba­ev, fór meidd­ur af velli. Pólski miðillinn TVP Sport greinir frá því í dag að Dujs­heba­ev hafi verður úrskurðaður í sex leikja bann fyrir æðiskastið en það er þyngsta refsingin sem hann gat fengið.

Leikbannið gildir aðeins í pólsku bikarkeppninni og þýðir þetta að Dujs­heba­ev mun í fyrsta lagi geta stýrt liðinu í keppninni árið 2024. Vegna ágæts árangurs Kielce í Evrópukeppnum hefur liðið þátttöku í bikarnum í undanúrslitum og spilar því ekki nema tvo leiki í keppninni á hverju ári.

Sigvaldi Björn Guðjónsson spilar með Kielce.
Sigvaldi Björn Guðjónsson spilar með Kielce. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert