Aron og Dagur mætast á Ólympíuleikunum

Aron Kristjánsson er aftur tekinn við stjórnartaumunum hjá Barein.
Aron Kristjánsson er aftur tekinn við stjórnartaumunum hjá Barein. AFP

Fjórir íslenskir handknattleiksþjálfarar verða í eldlínunni með lið sín á Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan í sumar, þrír í karlaflokki og einn í kvennaflokki.

Í B-riðlinum munu Aron Kristjánsson, þjálfari Bareins, og Dagur Sigurðsson, þjálfari Japans, mætast í B-riðlinum. Riðillinn er geysilega sterkur, þar sem heimsmeistarar Danmerkur og Svíþjóð, sem lenti í öðru sæti á HM í Egyptalandi gegn Dönum, eru meðal annars á meðal andstæðinga.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Þýskalandi drógust svo í A-riðilinn, sem er einnig afar sterkur, þar sem liðið mun meðal annars mæta Frakklandi, Spáni og Noregi.

Riðlarnir í karlaflokki:

A-riðill: Argentína, Spánn, Þýskaland, Frakkland, Noregur, Brasilía

B-riðill: Barein, Egyptaland, Portúgal, Svíþjóð, Danmörk, Japan

Í kvennaflokki eru Evrópumeistarar Noregs, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, í A-riðli með sterkum liðum á við Holland og Japan.

Riðlarnir í kvennaflokki:

A-riðill: Angóla, Suður-Kórea, Noregur, Svartfjallaland, Holland, Japan

B-riðill: Brasilía, Frakkland, Ungverjaland, handknattleikslið rússnesku ólympíunefndarinnar, Spánn, Svíþjóð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert