Færeyski handknattleiksmaðurinn Áki Egilsnes yfirgefur KA í sumar eftir fjögur góð tímabil. Áki hefur verið hjá KA síðan 2017 og verið einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár.
Akureyri.net greindi frá. Samkvæmt miðlinum er nokkuð síðan Áki tilkynnti forráðamönnum KA að hann ætlaði að róa á önnur mið í sumar. Einar Rafn Eiðsson er á meðal leikmanna sem koma til KA fyrir næstu leiktíð og mun hann leysa Áka af hólmi.
Færeyski landsliðsmaðurinn hefur leikið 13 leiki á leiktíðinni og skorað í þeim 58 mörk.