Frá Íslandi til Barcelona?

Thomas Svensson, fyrir miðju, gæti farið til Barcelona.
Thomas Svensson, fyrir miðju, gæti farið til Barcelona. mbl.is/Kristinn Magnússon

Markvarðaþjálfarinn Tomas Svensson er í dag orðaður við spænska stórliðið Barcelona á Spáni. Svensson lék með Barcelona frá 1995 til 2002 og er einn besti markvörður sögunnar.

Hann var markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins frá 2018 og til ársins í ár, en hann lét af störfum eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi.

Í kjölfarið gerðist hann markvarðaþjálfari sænska landsliðsins. Hann hefur meðfram því verið markvarðaþjálfari Magdeburg í Þýskalandi.

Aron Pálmarsson leikur með Barcelona, sem hefur verið eitt besta lið heims undanfarin ár og með algjöra yfirburði heima á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert