Skövde tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum í baráttunni um sænska meistaratitilinn í handbolta með 26:21-útisigri á Alingsås. Skövde vann einvígið 3:1.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék með Skövde en honum tókst ekki að skora. Hann reyndi eitt skot en þá hafnaði boltinn í stönginni. Aron Dagur Pálsson lék ekki með Alingsås en hann er á förum frá félaginu.
Kristianstad getur orðið annað Íslendingaliðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum á laugardaginn kemur en með því leika Teitur Örn Einarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson.