Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru í vænlegri stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik eftir 37:25-sigur á norska liðinu Elverum í fyrri leik liðanna í dag.
Barcelona var strax sjö mörkum yfir í hálfleik, 19:11, og vann að lokum öruggan sigur en íslenski landsliðsmaðurinn skoraði tvö mörk. Liðin mætast aftur á mánudaginn og aftur á Spáni en báðir leikirnir fara fram þar vegna sóttvarnareglna í Noregi.
Börsungar leyfðu áhorfendur í kvöld í fyrsta sinn í langan tíma og voru þeir skiljanlega ánægðir að fá að sjá sína menn með berum augum á ný.