Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson spilaði mjög vel í 34:23-sigri Nice gegn Sélestat í frönsku B-deildinni í handknattleik í kvöld.
Grétar varði 13 af þeim 24 skotum sem hann fékk á sig og varði því rúmlega helming allra skota sem rötuðu að marki hans og þar af eitt vítakast. Kollegi hans og liðsfélagi Romain Quatrevaux varði aftur á móti ekki nema tvö af 12 skotum.
Þá var Mosfellingurinn Elvar Ásgeirsson að spila með Nancy sem tapaði 33:26 gegn toppliði Pontault á heimavelli sínum. Elvar skoraði fimm mörk í leiknum úr 12 skotum. Nancy er í 3. sæti deildarinnar eftir 20 umferðir, með 28 stig, nú fjórum stigum á eftir toppliðinu. Nice er í 7. sæti með 20 stig.