Stjarnan framlengir við lykilmann

Starri Friðriksson í leik með Stjörnunni.
Starri Friðriksson í leik með Stjörnunni. Eggert Jóhannesson

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur tilkynnt að hægri hornamaðurinn Starri Friðriksson sé búinn að framlengja samning sinn við félagið. Nýi samningurinn rennur út sumarið 2024.

Starri er uppalinn Stjörnumaður og hefur leikið með félaginu alla tíð.

Hann hefur spilað alla 15 leiki Stjörnunnar í Olísdeildinni á tímabilinu og skorað í þeim 45 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert