Íslendingalið Kristianstad leikur til undanúrslita í keppni um sænska meistaratitilinn í handknattleik eftir 34:28-sigur á Malmö í fjórða leik liðanna í kvöld. Kristianstad vann einvígið 3:1.
Kristianstad vann tvo fyrstu leikina í einvíginu en Malmö hélt því svo á lífi með sigri í síðasta leik. Íslendingarnir í liði Kristianstad voru svo atkvæðamiklir í dag er liðið kláraði einvígið. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sjö mörk úr sjö skotum og Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú, þar af tvö úr vítaköstum.
Deildarmeistarar Sävehof eru einnig komnir í undanúrslit eftir 3:0-sigur í einvígi sínu gegn Eskilstuna, Skövde sló út Alingsås 3:1 og Lugi sló út Ystads 3:1. Í undanúrslitunum mætir Sävehof lið Lugi og Teitur og Andrés í Kristianstad mæta Skövde.