Handknattleiksmaðurinn Kristófer Dagur Sigurðsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram en hornamaðurinn hefur spilað í Safamýrinni síðan í byrjun ársins.
Kristófer kom til Fram frá þýska félaginu Mülheim en þar áður lék hann með uppeldisfélagi sínu HK hér heima. Hann er búinn að spila tíu leiki fyrir Fram á tímabilinu og skora í þeim tíu mörk en Framarar eru í 7. sæti Olísdeildarinnar.