Bjarki laus við veiruna en engir sénsar teknir

Bjarki Már Elísson er laus við kórónuveiruna.
Bjarki Már Elísson er laus við kórónuveiruna. AFP

Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson var ekki með Lemgo er liðið vann 29:27-sigur á Minden í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag. Hornamaðurinn er nýkomin úr einangrun eftir að hann greindist með kórónuveiruna. 

Hópsmit kom upp í herbúðum Lemgo og var Bjarki einn sjö leikmanna liðsins sem greindust með veiruna þann 23. mars síðastliðinn. Var tveimur leikjum Lemgo frestað vegna þessa og mátti liðið ekki æfa í rúmar tvær vikur.

Bjarki fékk loksins grænt ljós á að hefja æfingar á nýjan leik á föstudaginn var, en landsliðsmaðurinn staðfesti í samtali við mbl.is að hann hafði ekki æft í 20 daga eftir smitið og því var tekin sú ákvörðun að hann yrði ekki með í dag. 

Bjarki kveðst vera við góða heilsu í dag og vonast hann til að taka þátt í leik Lemgo og Coburg næstkomandi laugardag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert