Stórstjörnur Dana fá frí

Mikkel Hansen fær kærkomið frí.
Mikkel Hansen fær kærkomið frí. AFP

Mikkel Hansen og Niklas Landin eru ekki í danska landsliðshópnum sem mætir Sviss og Finnlandi í undankeppni EM 2022 í handknattleik í lok apríl og byrjun maí.

Danskir fjölmiðlar greina frá því að Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska liðsins, hafi gefið leikmönnunum frí en þetta eru lokaleikir danska liðsins í undankeppninni.

Danir heimsækja Sviss 28. apríl og mæta svo Finnlandi í Aarhus 2. maí en Danir eru í efsta sæti 7. riðils með 6 stig, líkt og Norður-Makedónía.

Þá voru þeir Lasse Svan og Hans Lindberg heldur ekki valdir í hópinn né Henrik Mölgaard en Danir urðu heimsmeistarar í janúar eftir að hafa lagt Svía að velli í úrslitaleik í Egyptalandi, 26:24.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert