Leikið í handknattleiknum í næstu viku

Frá leik KA og Selfoss í mars.
Frá leik KA og Selfoss í mars. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Útlit er fyrir að Íslandsmótið í efstu deild karla í handknattleik hefjist á ný þegar líður á næstu viku. 

„Við reiknum með að reyna að hefja leik í næstu viku. Á morgun verður formannafundur þar sem farið verður yfir áætlanir okkar,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, þegar mbl.is ræddi við hann í dag. 

Róbert á von á því að leikir í meistaraflokki karla hefjist á ný þegar líður á næstu viku. Efsta deild kvenna, Olísdeildin, er nú í hléi hvort sem er, vegna þess að A-landsliðið er á leið í tvo leiki gegn Slóveníu í umspili um sæti á HM. Ísland og Slóvenía mætast á miðvikudag í næstu viku og ljóst að ekki verða settir handboltaleikir hérlendis ofan í hann. 

„Við þyrftum að ná að spila einhverja leiki í efstu deild karla áður en hlé verður gert á þeirri deild vegna A-landsliðs karla,“ en karlalandsliðið er á leið til Ísraels að öllu óbreyttu í undankeppni EM en sá leikur er á dagskrá 26. apríl. 

„En ég á von á því að þetta skýrist allt saman á morgun,“ bætti Róbert við. 

Kvennaliðin bíða lengur eftir því að komast af stað á …
Kvennaliðin bíða lengur eftir því að komast af stað á ný vegna landsleikjahlés sem gert er á deildinni. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert