Ísland skoraði aðeins 14 mörk í Slóveníu

Lovísa Thomp­son er mik­il­væg­ur hlekk­ur í ís­lenska liðinu.
Lovísa Thomp­son er mik­il­væg­ur hlekk­ur í ís­lenska liðinu. Ljósmynd/Robert Spasovski

Ísland mátti þola 14:24-tap fyr­ir Slóven­íu á úti­velli í fyrri leik liðanna í um­spili HM kvenna í hand­bolta í dag. Íslenska liðið þarf því á hálf­gerðu krafta­verki að halda þegar liðin mæt­ast á Ásvöll­um næst­kom­andi miðviku­dag.

Jafn­ræði var með liðunum fyrstu mín­út­urn­ar og var staðan 3:2, Slóven­íu í vil, eft­ir sjö mín­út­ur. Þá kom góður kafli hjá slóvenska liðinu því skömmu síðar var staðan orðin 7:4.

Heima­kon­ur héldu frum­kvæðinu út hálfleik­inn og Ísland skoraði aðeins eitt mark á síðustu 12 mín­út­un­um í fyrri hálfleik. Mun­ur­inn var því sex mörk í hálfleik, 13:7.

Elín Jóna Þor­steins­dótt­ir lék vel í mark­inu og varn­ar­leik­ur­inn var þokka­leg­ur. Vand­ræði Íslands voru hins veg­ar í sókn­ar­leikn­um þar sem liðið fann fá svör við sterkri slóvenskri vörn og góðri Ömru Pandzic þar fyr­ir aft­an.

Íslenska liðið var aldrei lík­legt til að minnka mun­inn í seinni hálfleik. Slóvenska liðið var með und­ir­tök­in all­an tím­ann og varð mun­ur­inn að lok­um tíu mörk.

Lovísa Thomp­son var besti úti­leikmaður Íslands, en hún skoraði fimm mörk. Ljós­ustu punkt­ar ís­lenska liðsins voru hins veg­ar markverðirn­ir Elín Jóna Þor­steins­dótt­ir og Saga Sif Gísla­dótt­ir. Elín varði 12 skot og Saga þrjú, öll úr víta­köst­um. 

El­iza­beth Omor­egie skoraði níu mörk fyr­ir Slóven­íu og var óviðráðan­leg. Amra Pandzic varði 14 skot og var því með 50 pró­senta markvörslu með sterka vörn fyr­ir fram­an sig. 

Slóven­ía 24:14 Ísland opna loka
Elizabeth Omoregie - 9
Maja Svetik - 4
Tjasa Stanko - 4 / 3
Barbara Lazovic - 3
Manca Juric - 2
Amra Pandzic - 1
Natasa Ljepoja - 1
Mörk 5 - Lovísa Thompson
2 - Rut Jónsdóttir
2 - Thea Imani Sturludóttir
2 - Sigríður Hauksdóttir
1 - Karen Knútsdóttir
1 - Díana Dögg Magnúsdóttir
1 - Ásdís Guðmundsdóttir
Amra Pandzic - 14 / 1
Branka Zec - 1
Varin skot 12 - Elín Jóna Þorsteinsdóttir
3 / 3 - Saga Sif Gísladóttir

6 Mín

Brottvísanir

8 Mín

mín.
60 Leik lokið
Slóvenska liðið miklu betra í dag. Eins og lokatölurnar gefa til kynna átti Ísland fá svör við vörn og markverði Slóveníu.
60 Saga Sif Gísladóttir (Ísland) ver víti
Ver sitt þriðja víti!
60 Helena Rut Örvarsdóttir (Ísland) fékk 2 mínútur
60 Natasa Ljepoja (Slóvenía) fiskar víti
60 Slóvenía tekur leikhlé
Tíu marka munur og 30 sekúndur eftir en Slóvenía tekur leikhlé.
59 Amra Pandzic (Slóvenía) varði skot
.... ver síðan frákastið líka. Stórkostleg tvöföld varsla.
59 Amra Pandzic (Slóvenía) ver víti
Frá Rut sem tekur frákastið....
59 Ásdís Guðmundsdóttir (Ísland) fiskar víti
Fyrsta víti Íslands í dag.
58 Saga Sif Gísladóttir (Ísland) ver víti
Frá Stanko! Hún er búin að koma þrisvar inn á í vítum og aldrei hefur verið skorað framhjá henni.
58 Teja Ferfolja (Slóvenía) fiskar víti
58 Ísland tapar boltanum
57 Elín Jóna Þorsteinsdóttir (Ísland) varði skot
Hennar tólfta skot og það fyrsta í langan tíma.
56 24 : 14 - Rut Jónsdóttir (Ísland) skoraði mark
Flott skot af gólfinu. Hennar annað mark.
56 24 : 13 - Elizabeth Omoregie (Slóvenía) skoraði mark
Gegnumbrot. Níunda markið hennar.
55 Amra Pandzic (Slóvenía) varði skot
Frá Sigríði sem var í fínu færi í horninu.
55 Tjasa Stanko (Slóvenía) á skot í stöng
Ísland getur skorað þriðja markið í röð.
55 Slóvenía tekur leikhlé
Tvö mörk í röð hjá Íslandi og Slóvenía tekur leikhlé.
54 23 : 13 - Lovísa Thompson (Ísland) skoraði mark
Stelur boltanum í vörninni og brunar upp völlinn og skorar. Vel gert.
54 23 : 12 - Sigríður Hauksdóttir (Ísland) skoraði mark
Snögg að svara.
53 23 : 11 - Elizabeth Omoregie (Slóvenía) skoraði mark
Íslenska vörnin galopnuð.
53 Lovísa Thompson (Ísland) skýtur yfir
Fínt færi en skotið yfir. Skytturnar hjá Slóveníu hafa skorað úr svona færum í allan dag.
52 22 : 11 - Manca Juric (Slóvenía) skoraði mark
Hraðaupphlaup.
52 Amra Pandzic (Slóvenía) varði skot
Frá Birnu sem hefur ekki náð að skora úr nokkrum tilraunum.
50 Ísland tekur leikhlé
Arnar ræðir við sitt lið fyrir lokakaflann. Ísland verður að eiga gífurlega góðan lokakafla í dag til að eiga möguleika í seinni leiknum.
50 21 : 11 - Amra Pandzic (Slóvenía) skoraði mark
Yfir allan völlinn. Munurinn orðinn tíu mörk og núna er markvörðurinn farinn að skora.
50 Amra Pandzic (Slóvenía) varði skot
Frá Birnu. Af mjög löngu færi og þetta var auðvelt fyrir markvörðinn.
48 Saga Sif Gísladóttir (Ísland) ver víti
Frá Omoregie. Búin að koma inn í tvö víti og hún hefur ekki fengið á sig mark.
48 Ragnheiður Júlíusdóttir (Ísland) fékk 2 mínútur
48 Natasa Ljepoja (Slóvenía) fiskar víti
48 Ísland tapar boltanum
Ruðningur á Lovísu. Lovísa hefur reynt og reynt og hún er markahæst í íslenska liðinu, en hún hefur líka verið klaufsk og tapað boltanum nokkrum sinnum og átt nokkur slök skot.
47 20 : 11 - Barbara Lazovic (Slóvenía) skoraði mark
Í samskeytin og inn. Þvílíkt skot.
46 Elizabeth Omoregie (Slóvenía) fékk 2 mínútur
Fyrir átök á línunni. Slóvenía fær samt sem áður boltann.
46 Amra Pandzic (Slóvenía) varði skot
Frá Ragnheiði.
15 19 : 11 - Elizabeth Omoregie (Slóvenía) skoraði mark
Setur boltann upp í skeytin fjær. Markahæst á vellinum með sjö mörk.
45 18 : 11 - Sigríður Hauksdóttir (Ísland) skoraði mark
Flott sókn og vinstra hornið opnað. Hennar fyrsta mark.
44 Textalýsing
Eitt mark í einu segir Arnar.
44 Ísland (Ísland) fékk 2 mínútur
Vörn og markvarsla í lagi síðustu mínútur en sóknarleikurinn í basli. Vonandi lagast það með þessu leikhléi.
44 Elín Jóna Þorsteinsdóttir (Ísland) varði skot
Mætt í hornið og ver frá Stanko. Elín Jóna búin að vera best í íslenska liðinu.
43 Díana Dögg Magnúsdóttir (Ísland) skýtur framhjá
Fer illa með gott færi í hægra horninu.
43 Elín Jóna Þorsteinsdóttir (Ísland) varði skot
Frá Stanko. Virkilega vel gert.
42 Amra Pandzic (Slóvenía) varði skot
Undirhandarskot frá Lovísu. Þurfti ekki að hafa mikið fyrir þessari vörslu.
42 Tjasa Stanko (Slóvenía) brennir af víti
Setur boltann yfir markið.
41 Barbara Lazovic (Slóvenía) fiskar víti
41 Lovísa Thompson (Ísland) skýtur framhjá
Boltinn gengur vel og Lovísa fær frítt skot fyrir utan en rétt framhjá. Óheppin þarna.
39 Elín Jóna Þorsteinsdóttir (Ísland) varði skot
Frá Svetik. Það er ekki Elínu að kenna að Ísland er átta mörkum undir.
38 18 : 10 - Díana Dögg Magnúsdóttir (Ísland) skoraði mark
Svarar alveg um leið. Hennar fyrsta mark.
38 18 : 9 - Elizabeth Omoregie (Slóvenía) skoraði mark
Leikur á nokkra varnarmenn og skorar. Fallega gert.
38 17 : 9 - Lovísa Thompson (Ísland) skoraði mark
Negla fyrir utan. Lovísa með bæði mörk Íslands í seinni hálfleik til þessa.
38 Slóvenía tapar boltanum
Lína.
37 Ísland tapar boltanum
Sóknarbrot.
36 17 : 8 - Maja Svetik (Slóvenía) skoraði mark
Hraðaupphlaup.
36 16 : 8 - Tjasa Stanko (Slóvenía) skoraði mark
Vel útfærð sókn hjá Slóveníu og Stanko fær frítt skot fyrir utan.
35 15 : 8 - Lovísa Thompson (Ísland) skoraði mark
Loksins! Brýst í gegn og treður boltanum framhjá Pandzic í markinu.
34 15 : 7 - Elizabeth Omoregie (Slóvenía) skoraði mark
Finnur glufu á vörninni og skellir sér í gegn. Átta marka munur og mjög langt síðan Ísland skoraði síðast mark.
33 Ísland tapar boltanum
Helena með skot í vörnina. Rétt á undan skoraði Rut en markið fékk ekki að standa.
32 14 : 7 - Tjasa Stanko (Slóvenía) skorar úr víti
Vippar yfir Elínu Jónu. Sjö marka munur.
32 Elizabeth Omoregie (Slóvenía) fiskar víti
31 Elín Jóna Þorsteinsdóttir (Ísland) varði skot
Frá Stanko en í innkast og Slóvenía heldur því boltanum.
31 Leikur hafinn
Slóvenía byrjar með boltann í seinni.
30 Hálfleikur
Ísland skorar ekki sex síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik og er því sex mörkum undir. Þetta verður þrautin þyngri í seinni hálfleik.
30 Slóvenía (Slóvenía) fékk 2 mínútur
30 Elín Jóna Þorsteinsdóttir (Ísland) varði skot
Slóvenía heldur boltanum.
29 Amra Pandzic (Slóvenía) varði skot
Frá Lovísu í góðu færi. Lék á varnarmann en fann ekki leiðina framhjá Pandzic.
28 13 : 7 - Tjasa Stanko (Slóvenía) skorar úr víti
Sex marka munur í fyrsta sinn.
28 Barbara Lazovic (Slóvenía) fiskar víti
Sækir á Lovísu og nær í víti.
28 Ísland tapar boltanum
Misheppnuð línusending hjá Rut.
27 Elizabeth Omoregie (Slóvenía) fékk 2 mínútur
Of sein í Lovísu og slær hana niður.
27 Slóvenía tapar boltanum
26 Elín Jóna Þorsteinsdóttir (Ísland) varði skot
Frá Zickero sem var í dauðafæri. Slóvenska liðið tekur frákastið.
26 Amra Pandzic (Slóvenía) varði skot
Frá Lovísu.
25 Sigríður Hauksdóttir (Ísland) fékk 2 mínútur
Ísland heldur boltanum en Sigríður fær tveggja mínútna refsingu.
25 Elizabeth Omoregie (Slóvenía) skýtur yfir
25 Amra Pandzic (Slóvenía) varði skot
Frá Birnu sem hefur ekki komist á blað.
25 Ísland tekur leikhlé
Erfiðar síðustu mínútur. Arnar vill ræða við sínar konur.
24 12 : 7 - Maja Svetik (Slóvenía) skoraði mark
Fær að fara nálægt markinu og skorar. Íslenska vörnin ekki góð síðustu mínútur.
24 11 : 7 - Karen Knútsdóttir (Ísland) skoraði mark
Karen laumar sér inn á línu og skorar sitt fyrsta mark.
23 11 : 6 - Barbara Lazovic (Slóvenía) skoraði mark
Negla fyrir utan. Fimm marka munur í fyrsta skipti.
22 Lovísa Thompson (Ísland) skýtur framhjá
Kemur sér í fínt færi en setur boltann rétt framhjá.
22 10 : 6 - Elizabeth Omoregie (Slóvenía) skoraði mark
Misskilningur í vörn Íslands og Omoregie labbar í gegnum stórt gat og skorar.
21 Amra Pandzic (Slóvenía) varði skot
Negla frá Birnu en Pandzic mætir í hornið.
21 Elín Jóna Þorsteinsdóttir (Ísland) varði skot
Aftur frá Stanko. Mætt í hornið.
20 Amra Pandzic (Slóvenía) varði skot
Frá Theu. Greip boltann.
19 Elín Jóna Þorsteinsdóttir (Ísland) varði skot
Frá Stanko sem tók snöggt skot.
18 9 : 6 - Lovísa Thompson (Ísland) skoraði mark
Finnur smá glufu á vörninni og nýtir sér hana vel.
17 9 : 5 - Manca Juric (Slóvenía) skoraði mark
Hraðaupphlaup.
17 Ísland tapar boltanum
Misheppnuð línusending hjá Rut.
16 Amra Pandzic (Slóvenía) varði skot
Frá Lovísu. Ísland heldur boltanum.
16 8 : 5 - Tjasa Stanko (Slóvenía) skorar úr víti
Örugg á línunni.
15 Mariam Eradze (Ísland) gult spjald
15 Natasa Ljepoja (Slóvenía) fiskar víti
Losnar á línunni.
15 Elín Jóna Þorsteinsdóttir (Ísland) varði skot
Slóvenía heldur boltanum.
14 7 : 5 - Ásdís Guðmundsdóttir (Ísland) skoraði mark
Rut með fallega línusendingu og Ásdís rífur sig lausa og minnkar þetta niður í tvö mörk.
14 Slóvenía tapar boltanum
Misheppnuð línusending.
13 Ísland tapar boltanum
Rut með ótímabært skot, beint í vörnina.
13 Elín Jóna Þorsteinsdóttir (Ísland) varði skot
Frá Ljepoja sem var í dauðafæri á línunni. Glæsileg varsla.
12 7 : 4 - Thea Imani Sturludóttir (Ísland) skoraði mark
Stillt upp fyrir Theu eftir langa sókn og boltinn af Pandzic í markinu, í slánna og inn.
11 7 : 3 - Maja Svetik (Slóvenía) skoraði mark
Hraðaupphlaup. Slæmur kafli hjá íslenska liðinu.
10 Ísland tapar boltanum
Misheppnuð sending hjá Karen.
10 6 : 3 - Elizabeth Omoregie (Slóvenía) skoraði mark
Gegnumbrot. Þrjú í röð hjá Omoregie.
9 Amra Pandzic (Slóvenía) varði skot
Frá Lovísu. Boltinn stefndi í bláhornið.
8 5 : 3 - Elizabeth Omoregie (Slóvenía) skoraði mark
Svarar alveg um leið með neglu fyrir utan.
8 4 : 3 - Lovísa Thompson (Ísland) skoraði mark
Fallegt undirhandarskot.
8 4 : 2 - Elizabeth Omoregie (Slóvenía) skoraði mark
Af gólfinu upp í samskeytin.
7 Thea Imani Sturludóttir (Ísland) á skot í stöng
Negla fyrir utan eftir að það var stillt upp fyrir hana. Óheppin þarna.
5 3 : 2 - Barbara Lazovic (Slóvenía) skoraði mark
Negla upp í samskeytin fyrir utan. Magnað skot.
5 2 : 2 - Rut Jónsdóttir (Ísland) skoraði mark
Glæsilegt gegnumbrot.
4 Elín Jóna Þorsteinsdóttir (Ísland) varði skot
Mætt í hornið og ver þetta vel.
4 Branka Zec (Slóvenía) varði skot
Frá Sigríði sem fékk fínt færi í vinstra horninu. Branka Zec slasaði sig við að verja þennan boltan og hún er komin á bekkinn. Amra Pandzic kemur í markið í hennar stað.
3 Manca Juric (Slóvenía) gult spjald
Togar Lovísu niður.
3 2 : 1 - Maja Svetik (Slóvenía) skoraði mark
Hraðaupphlaup.
3 Karen Knútsdóttir (Ísland) á skot í stöng
Óheppin þarna.
2 1 : 1 - Natasa Ljepoja (Slóvenía) skoraði mark
Losnar á línunni.
1 0 : 1 - Thea Imani Sturludóttir (Ísland) skoraði mark
Boltinn gengur vel og Thea fær frítt skot í horninu sem hún nýtir vel. Flott byrjun.
1 Leikur hafinn
Ísland byrjar með boltann.
0 Textalýsing
Leikmenn eru komnir inn á völlinn og eru kynntir til leiks. Næst eru þjóðsöngvarnir og svo verður flautað til leiks.
0 Textalýsing
Karen Knútsdóttir er leikja- og markahæsti leikmaður liðsins eins og það er skipað í dag. Hún hefur skorað 369 mörk í 102 landsleikjum. Rut Jónsdóttir kemur þar á eftir með 205 mörk í 97 landsleikjum.
0 Textalýsing
Þessar þjóðir mættust síðast í undankeppni EM 2019. Þá vann Slóvenía öruggan 28:18-sigur á heimavelli, en fjórum dögum fyrr gerðu þau jafntefli í Laugardalshöll, 30:30.
0 Textalýsing
Ísland tók þátt á þremur stórmótum frá 2010 til 2012 og náði best 12. sæti á HM 2011. Þar vann Ísland m.a. stórkostlega sigra á Svartfjallalandi og Þýskalandi.
0 Textalýsing
Það vantar sömuleiðis sterka leikmenn hjá íslenska liðinu. Steinunn Björnsdóttir sleit krossband á dögunum og verður ekki með. Þá er engin Þórey Rósa Stefánsdóttir né Hildigunnur Einarsdóttir. Karen Knútsdóttir er hins vegar mætt aftur, sem eru góð tíðindi.
0 Textalýsing
Það vantar sterka leikmenn í lið Slóveníu og hæst ber að nefna Önu Gros sem hefur skorað tæplega 600 mörk í slóvensku treyjunni.
0 Textalýsing
Slóvenía hefur verið tíður gestur á undanförnum stórmótum og tekið þátt á fimm síðustu heims- og Evrópumótum. Besti árangur á HM er áttunda sæti árið 2003.
0 Textalýsing
Ísland tryggði sér sæti í þessum leik með sigrum á Grikklandi og Litháen í undankeppninni. Tap á móti Norður-Makedóníu kom ekki að sök.
0 Textalýsing
Sigurliðið úr einvíginu tryggir sér sæti á HM á Spáni sem fram fer í desember.
0 Textalýsing
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá fyrri leik Íslands og Slóveníu í undankeppni HM kvenna í handbolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Ismailj Metalari og Nenad Nikolovski, Norður-Makedóníu

Gangur leiksins: 3:2, 6:3, 19:11, 9:6, 12:7, 13:7, 15:8, 18:11, 21:11, 23:13, 24:14.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson

Völlur: Sportni Park Kodeljevo

Slóvenía: Branka Zec (M), Amra Pandzic (M). Manca Juric, Erin Novak, Elizabeth Omoregie, Ema Abina, Tjasa Stanko, Teja Ferfolja, Natasa Ljepoja, Nusa Fegic, Barbara Lazovic, Maja Svetik, Ziva Copi, Aneja Beganovic, Tija Gomilar Zickero.

Ísland: Saga Sif Gísladóttir (M), Elín Jóna Þorsteinsdóttir (M). Andrea Jacobsen, Rut Jónsdóttir, Karen Knútsdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Helena Rut Örvarsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Eva Björk Davíðsdóttir, Thea Imani Sturludóttir, Lovísa Thompson, Harpa Valey Gylfadóttir, Sigríður Hauksdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Mariam Eradze, Díana Dögg Magnúsdóttir.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Valur 17 16 0 1 533:389 144 32
2 Haukar 16 13 0 3 450:370 80 26
3 Fram 15 11 2 2 408:349 59 24
4 Selfoss 16 5 3 8 369:409 -40 13
5 ÍR 16 4 3 9 370:382 -12 11
6 Stjarnan 17 5 0 12 391:475 -84 10
7 ÍBV 16 2 3 11 346:414 -68 7
8 Grótta 15 2 1 12 339:418 -79 5
19.02 Haukar 29:24 Stjarnan
18.02 Valur 31:22 Selfoss
15.02 Fram 30:29 Selfoss
15.02 Stjarnan 20:28 ÍR
12.02 Grótta 22:22 ÍBV
11.02 Fram 30:28 Stjarnan
11.02 Haukar 29:20 Selfoss
11.02 Valur 22:19 ÍR
08.02 ÍBV 21:32 Valur
01.02 Grótta 24:25 ÍR
01.02 Haukar 32:29 ÍBV
31.01 Stjarnan 24:40 Valur
25.01 ÍBV 17:25 Fram
24.01 Selfoss 27:22 Stjarnan
23.01 ÍR 25:26 Haukar
22.01 Valur 40:21 Grótta
19.01 Selfoss 24:22 ÍBV
19.01 Stjarnan 31:28 Grótta
17.01 Fram 22:20 ÍR
15.01 Haukar 28:23 Valur
11.01 ÍR 17:17 Selfoss
11.01 ÍBV 22:23 Stjarnan
08.01 Grótta 26:34 Haukar
08.01 Valur 31:28 Fram
05.01 ÍBV 23:26 ÍR
04.01 Selfoss 20:34 Valur
04.01 Fram 31:22 Grótta
04.01 Stjarnan 29:32 Haukar
14.11 Grótta 18:20 Selfoss
13.11 ÍR 28:29 Stjarnan
13.11 Haukar 20:28 Fram
13.11 Valur 29:21 ÍBV
09.11 ÍBV 19:31 Grótta
09.11 Stjarnan 18:24 Fram
08.11 Selfoss 24:27 Haukar
05.11 ÍR 23:31 Valur
02.11 ÍBV 20:26 Haukar
01.11 Selfoss 27:27 Fram
31.10 ÍR 30:18 Grótta
31.10 Valur 34:20 Stjarnan
18.10 Grótta 30:38 Valur
16.10 Stjarnan 19:25 Selfoss
16.10 Fram 29:20 ÍBV
16.10 Haukar 28:20 ÍR
12.10 Valur 28:22 Haukar
12.10 ÍBV 24:24 Selfoss
12.10 Grótta 22:24 Stjarnan
12.10 ÍR 20:20 Fram
05.10 Stjarnan 22:25 ÍBV
04.10 Selfoss 25:22 ÍR
02.10 Fram 25:29 Valur
02.10 Haukar 30:11 Grótta
19.09 Haukar 29:16 Stjarnan
19.09 Grótta 20:29 Fram
18.09 Valur 30:23 Selfoss
18.09 ÍR 22:22 ÍBV
14.09 Fram 27:26 Haukar
14.09 Stjarnan 20:19 ÍR
13.09 Selfoss 22:25 Grótta
13.09 ÍBV 16:26 Valur
07.09 Valur 35:26 ÍR
07.09 Grótta 21:23 ÍBV
06.09 Fram 33:22 Stjarnan
05.09 Haukar 32:20 Selfoss
22.02 13:00 ÍR : ÍBV
22.02 14:00 Grótta : Fram
12.03 19:30 Fram : Haukar
12.03 19:30 Selfoss : Grótta
15.03 18:00 Haukar : Grótta
16.03 14:00 Stjarnan : ÍBV
16.03 14:00 Selfoss : ÍR
16.03 14:00 Fram : Valur
19.03 19:30 ÍR : Fram
19.03 19:30 Grótta : Stjarnan
19.03 19:30 ÍBV : Selfoss
19.03 19:30 Valur : Haukar
22.03 13:30 Fram : ÍBV
22.03 13:30 Grótta : Valur
22.03 13:30 Stjarnan : Selfoss
22.03 13:30 Haukar : ÍR
27.03 19:30 Selfoss : Fram
27.03 19:30 ÍBV : Haukar
27.03 19:30 ÍR : Grótta
27.03 19:30 Valur : Stjarnan
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Valur 17 16 0 1 533:389 144 32
2 Haukar 16 13 0 3 450:370 80 26
3 Fram 15 11 2 2 408:349 59 24
4 Selfoss 16 5 3 8 369:409 -40 13
5 ÍR 16 4 3 9 370:382 -12 11
6 Stjarnan 17 5 0 12 391:475 -84 10
7 ÍBV 16 2 3 11 346:414 -68 7
8 Grótta 15 2 1 12 339:418 -79 5
19.02 Haukar 29:24 Stjarnan
18.02 Valur 31:22 Selfoss
15.02 Fram 30:29 Selfoss
15.02 Stjarnan 20:28 ÍR
12.02 Grótta 22:22 ÍBV
11.02 Fram 30:28 Stjarnan
11.02 Haukar 29:20 Selfoss
11.02 Valur 22:19 ÍR
08.02 ÍBV 21:32 Valur
01.02 Grótta 24:25 ÍR
01.02 Haukar 32:29 ÍBV
31.01 Stjarnan 24:40 Valur
25.01 ÍBV 17:25 Fram
24.01 Selfoss 27:22 Stjarnan
23.01 ÍR 25:26 Haukar
22.01 Valur 40:21 Grótta
19.01 Selfoss 24:22 ÍBV
19.01 Stjarnan 31:28 Grótta
17.01 Fram 22:20 ÍR
15.01 Haukar 28:23 Valur
11.01 ÍR 17:17 Selfoss
11.01 ÍBV 22:23 Stjarnan
08.01 Grótta 26:34 Haukar
08.01 Valur 31:28 Fram
05.01 ÍBV 23:26 ÍR
04.01 Selfoss 20:34 Valur
04.01 Fram 31:22 Grótta
04.01 Stjarnan 29:32 Haukar
14.11 Grótta 18:20 Selfoss
13.11 ÍR 28:29 Stjarnan
13.11 Haukar 20:28 Fram
13.11 Valur 29:21 ÍBV
09.11 ÍBV 19:31 Grótta
09.11 Stjarnan 18:24 Fram
08.11 Selfoss 24:27 Haukar
05.11 ÍR 23:31 Valur
02.11 ÍBV 20:26 Haukar
01.11 Selfoss 27:27 Fram
31.10 ÍR 30:18 Grótta
31.10 Valur 34:20 Stjarnan
18.10 Grótta 30:38 Valur
16.10 Stjarnan 19:25 Selfoss
16.10 Fram 29:20 ÍBV
16.10 Haukar 28:20 ÍR
12.10 Valur 28:22 Haukar
12.10 ÍBV 24:24 Selfoss
12.10 Grótta 22:24 Stjarnan
12.10 ÍR 20:20 Fram
05.10 Stjarnan 22:25 ÍBV
04.10 Selfoss 25:22 ÍR
02.10 Fram 25:29 Valur
02.10 Haukar 30:11 Grótta
19.09 Haukar 29:16 Stjarnan
19.09 Grótta 20:29 Fram
18.09 Valur 30:23 Selfoss
18.09 ÍR 22:22 ÍBV
14.09 Fram 27:26 Haukar
14.09 Stjarnan 20:19 ÍR
13.09 Selfoss 22:25 Grótta
13.09 ÍBV 16:26 Valur
07.09 Valur 35:26 ÍR
07.09 Grótta 21:23 ÍBV
06.09 Fram 33:22 Stjarnan
05.09 Haukar 32:20 Selfoss
22.02 13:00 ÍR : ÍBV
22.02 14:00 Grótta : Fram
12.03 19:30 Fram : Haukar
12.03 19:30 Selfoss : Grótta
15.03 18:00 Haukar : Grótta
16.03 14:00 Stjarnan : ÍBV
16.03 14:00 Selfoss : ÍR
16.03 14:00 Fram : Valur
19.03 19:30 ÍR : Fram
19.03 19:30 Grótta : Stjarnan
19.03 19:30 ÍBV : Selfoss
19.03 19:30 Valur : Haukar
22.03 13:30 Fram : ÍBV
22.03 13:30 Grótta : Valur
22.03 13:30 Stjarnan : Selfoss
22.03 13:30 Haukar : ÍR
27.03 19:30 Selfoss : Fram
27.03 19:30 ÍBV : Haukar
27.03 19:30 ÍR : Grótta
27.03 19:30 Valur : Stjarnan
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka