Anna Úrsúla valin í landsliðshópinn

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í landsliðshópnum sem mætir Slóveníu.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í landsliðshópnum sem mætir Slóveníu. mbl.is/Árni Sæberg

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hefur valið Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur í leikmannahóp sinn fyrir síðari leik Íslands gegn Slóveníu í umspili um laust sæti á HM á Spáni í desember.

Þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu sem sambandið sendi frá sér í dag en fyrri leik liðanna í Ljubljana í Slóveníu lauk með 24:14-sigri Slóvena.

Síðari leikur liðanna fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði á miðvikudaginn kemur og þarf íslenska liðið á kraftaverki að halda til þess að komast á heimsmeistaramótið á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert