Áfram á Selfossi

Atli Ævar Ingólfsson í leik með Selfyssingum gegn Val í …
Atli Ævar Ingólfsson í leik með Selfyssingum gegn Val í febrúar á þessu ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleikskappinn Atli Ævar Ingólfsson hefur framlengt samning sinn við Selfoss.

Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag en samningurinn er til næstu þriggja ára.

Línumaðurinn, sem er 32 ára gamall og uppalinn á Akureyri, gekk til liðs við Selfyssinga árið 2017.

Hann hefur verið lykilmaður á Selfossi undanfarin ár og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2019.

„Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að Atli verði áfram í herbúðum Selfoss, enda er hann stór þáttur í að byggja liðið upp til næstu ára,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Selfyssinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert