Var lítið að velta fyrir sér landsliðssæti

Elvar Ásgeirsson, annar frá vinstri, fagnar sigri með liðsfélögum sínum …
Elvar Ásgeirsson, annar frá vinstri, fagnar sigri með liðsfélögum sínum í Nancy. Ljósmynd/Grand Nancy Métropole

Mosfellingurinn Elvar Ásgeirsson var á dögunum valinn í landsliðshópinn sem leikur á næstunni þrjá leiki í undankeppni EM í handknattleik. Elvar er eini leikmaðurinn í hópnum sem ekki á að baki A-landsleik.

„Ég er bara spenntur. Ég fékk að heyra þetta á sunnudaginn. Ég er fullur eftirvæntingar en um leið mjög stoltur. Það verður skemmtilegt að spila fyrsta landsleikinn þegar að því kemur,“ sagði Elvar þegar Morgunblaðið tók púlsinn á honum.

„Ég var lítið að pæla í þessu og þetta kom mér þokkalega á óvart. Ef við skoðum meiðslin hjá leikmönnum sem spila fyrir utan, þá er töluvert um þau. Þar eru góðir leikmenn frá vegna meiðsla.“

Elvar leikur með Nancy í Frakklandi og hefur stimplað sig hratt og vel inn í liðið. Leikur hann ýmist sem skytta eða leikstjórnandi.

„Mér líkar mjög vel að vera hjá Nancy. Fyrst og fremst er mjög gaman að vera í lykilhlutverki í sókn. Ég fæ svolítið að stjórna sókninni og finn fyrir trausti frá þjálfaranum. Ég hef heilmikið að segja um hvernig við spilum í sókn. Liðinu hefur hefur gengið vel og það hefur hjálpað til. Mér finnst mjög vel staðið að öllum málum hjá félaginu. Ég hef reyndar bara samanburðinn við Þýskaland en hér er alla vega öll umgjörð til fyrirmyndar. Ég er með samning út 2022 og get þá framlengt,“ sagði Elvar en hann hafði svipast um eftir öðru liði í vetur þar sem honum fannst hann ekki fá næg tækifæri hjá Stuttgart í efstu deild Þýskalands.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert