Í bikarúrslitum í Sviss

Aðalsteinn Eyjólfsson.
Aðalsteinn Eyjólfsson. Ljósmynd/Hüttenberg/Mark Thürmer

Aðalsteinn Eyjólfsson og hans menn í Kadetten munu leika til úrslita í bikarkeppninni í svissneska handboltanum. 

Aðalsteinn er á sínu fyrsta ári í Sviss og gengur vel því undir hans stjórn hafnaði Kadetten í öðru sæti í deildarkeppninni og er komið í bikarúrslit. 

Kadetten fór til Bern í gær og vann heimamenn 27:20 í undanúrslitum. Íslenskir handboltamenn eiga góðar minningar frá borginni Bern en þar vann Ísland frækinn sigur á Rúmeníu 25:23 í spennuleik á HM 1986. 

Kadetten mætir Luzern í úrslitum bikarkeppninnar í maí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert