Bjarni leikur til úrslita í Svíþjóð

Bjarni Ófeigur Valdimarsson er kominn í úrslit.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson er kominn í úrslit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skövde leikur til úrslita um sænska meistaratitilinn í handknattleik eftir 23:22-sigur á Kristianstad í einvígi liðanna í undanúrslitunum í dag. Skövde vann rimmuna 3:0.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði tvö mörk fyrir heimamenn sem voru sterkari framan af leik og 15:12 yfir í hálfleik. Teitur Örn Einarsson átti stórleik fyrir gestina, skoraði sex mörk og lagði upp önnur sex, er  Kristianstad var með bakið upp við vegg. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði svo þrjú mörk fyrir Kristianstad en það dugði ekki til.

Bjarni Ófeigur og félagar unnu nauman sigur og eru komnir í úrslit þar sem þeir mæta liði Sävehof.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert