Handknattleiksdeild KA hefur tilkynnt að færeyski landsliðsmarkvörðurinn Nicholas Satchwell sé búinn að framlengja samning sinn við liðið til næstu tveggja ára.
Þetta kemur fram á heimasíðu KA. Satchwell gekk til liðs við Akureyrarliðið fyrir um ári og samdi þá til eins árs en mun nú vera fyrir norðan út tímabilið 2023.
Satchwell er fæddur á Englandi og spilaði til að mynda með landsliði Bretlands á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012.