Hún ætti að fá fimm ára samning

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar gegn Slóvenum. Hún kom með mikinn …
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar gegn Slóvenum. Hún kom með mikinn kraft og gott hugarfar inn í liðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Getur HSÍ ekki gert fimm ára samning við Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur um að leika áfram með íslenska landsliðinu í handknattleik?

Og fengið hana til að halda sér í æfingu með Val eða þá einhverju öðru liði á meðan?

Það var magnað að fylgjast með Önnu í leiknum við Slóveníu á miðvikudagskvöldið og hún átti drjúgan þátt í því að sá leikur endaði með jafntefli en ekki með tíu marka tapi eins og fyrri viðureign liðanna.

Ég held að hún hafi verið búin að fá tiltal frá dómurunum eftir um það bil tuttugu sekúndna leik og það segir sitt um hugarfarið og kraftinn sem hún kom með inn í liðið.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert