Jafnt í toppslagnum

Viktor Gísli Hallgrímsson náði sér ekki á strik.
Viktor Gísli Hallgrímsson náði sér ekki á strik. AFP

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG fengu mikilvægt stig þegar liðið heimsótti Bjerringbro/Silkeborg í 1. riðli dönsku úrslitakeppninnar í handknattleik í dag.

Leiknum lauk með 34:34-jafntefli en GOG er í efsta sæti 1. riðils með 7 stig og hefur þriggja stiga forskot á Bjerringbro/Silkeborg sem er með 4 stig. Viktor varði þrjú skot í leiknum.

Þá skoraði Elvar Örn Jónsson tvö mörk fyrir Skjern þegar liðið heimsótti Skandeborg í 2. riðli úrslitakeppninnar en leiknum lauk með 29:27-sigri Skjern.

Skjern er í fjórða og neðsta sæti 2. riðils með 2 stig þegar þrjár umferðir eru eftir af riðlakeppninni.

Tvö efstu liðin hvort úr sínum riðlinum fara áfram í undanúrslit úrslitakeppninnar en Aalborg og Holstebro standa best að vígi í 2. riðli. Aalborg er með 6 stig og Holstebro með 5 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert