Ísraelsmenn komu á óvart

Frá leik Íslands og Litháen í nóvember.
Frá leik Íslands og Litháen í nóvember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísraelsmenn komu nokkuð á óvart í kvöld og unnu Litháa í 4. riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM karla í handknattleik. 

Ísrael vann 34:28 í Ísrael en þar mætast einmitt Ísrael og Ísland annað kvöld í sömu keppni. 

Ísrael og Litháen eru nú bæði með 4 stig. Portúgal er með 6 stig og Ísland 4 stig en Ísland á leik til góða á Portúgal og stendur betur að vígi í innbyrðisviðureignum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert