Íslendingafélagið Magdeburg mætir pólska liðinu Wisla Plock í undanúrslitum Evrópudeildar karla í handknattleik.
Dregið var í höfuðstöðvum EHF í Vín í morgun en í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast þýsku liðin Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlín. Ýmir Örn Gíslason er með Rhein-Neckar Löwe.
Landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson leika með Magdeburg en liðið lagði Kristianstad í átta liða úrslitum keppninnar.
Úrslitahelgin verður í Mannheim í Þýskalandi á heimavelli Rhein-Neckar Löwen, helgina 22.-23. maí.