Alfreð knúði fram sigur - Frakkar komnir á EM

Alfreð Gíslason stjórnar þýska landsliðinu.
Alfreð Gíslason stjórnar þýska landsliðinu. AFP

Þýska karlalandsliðið í handknattleik vann í dag nauman sigur á Bosníumönnum, 26:24, þegar þjóðirnar mættust í undankeppni Evrópumótsins í Bugojna í Bosníu.

Þjóðverjar höfðu þegar tryggt sér sæti á EM með því að vinna alla fjóra leiki sína og þeir bættu fimmta sigrinum við í dag eftir mikinn slag. Þeir hafa 10 stig en Bosnía með 4 stig, Austurríki og Eistland með 2 stig slást um að fylgja þeim í lokakeppnina. Austurríki og Eistland mætast síðar í dag.

Marcel Schiller skoraði 10 mörk fyrir Þjóðverja, Timo Kastening 7 og Julius Kuhn 5 en Josip Peric skoraði sex mörk fyrir Bosníu.

Serbar, sem þegar höfðu tryggt sér sæti á EM, sigruðu Grikki 27:25 á útivelli. Þar með eru Frakkar líka komnir á EM en Grikkir þurftu sigur í dag til að tryggja sér hreinan úrslitaleik gegn Frökkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert