Norðmenn gulltryggðu sér sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik með yfirburðasigri gegn Lettum, 36:17, en norska liðið lék þennan heimaleik í Lettlandi vegna sóttvarnaráðstafana í Noregi.
Norðmenn eru með 8 stig eftir fimm leiki og Hvítrússar eru með 6 stig eftir fjóra leiki en þeir eru að spila við Ítali þessa stundina og nægir stig til að vera einnig komnir áfram.
Kevin Gulliksen var langmarkahæstur Norðmanna í dag með 11 mörk en Sander Sagosen, Sebastian Barthold og Kent Tönnesen skoruðu 4 mörk hver.