Ólafur Guðmundsson, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, hefur jafnað sig af meiðslum og er í íslenska landsliðinu í handknattleik sem mætir Litháum í Vilnius klukkan 16 í dag í undankeppni Evrópumótsins.
Ólafur kemur inn í hópinn í stað Tandra Más Konráðssonar sem var með í sigurleiknum gegn Ísrael í Tel Aviv í fyrradag, 30:20.
Jafntefli þar gulltryggir Ísland sæti í lokakeppni EM 2022 en þó er nokkuð ljóst að sæti liðsins væri ekki í hættu þó það myndi tapa leiknum með allt að sextán marka mun.
Lið Íslands er þannig skipað í dag:
Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (39/1)
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG (23/1)
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (80/222)
Oddur Gretarsson, Balingen-Weistetten (27/37)
Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Barcelona (150/582)
Daníel Þór Ingason, Ribe Esbjerg HH (32/9)
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad (131/258)
Leikstjórnendur:
Elvar Örn Jónsson, Skjern (44/116)
Gunnar Steinn Jónsson, Göppingen (43/36)
Hægri skytta:
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (55/144)
Teitur Örn Einarsson, IFK Kristianstad (19/19)
Viggó Kristjánsson, Stuttgart (19/49)
Hægra horn:
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce (37/77)
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (61/76)
Sveinn Jóhannsson, SønderjyskE Håndbold (10/16)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (51/23)