Valur upp að hlið ÍBV og Aftureldingar

Valsmaðurinn Anton Rúnarsson reynir skot að marki Fram í leiknum …
Valsmaðurinn Anton Rúnarsson reynir skot að marki Fram í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert

Valur hafði betur í Reykjavíkurslag gegn Fram 26:24 í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. 

Valur er þá með 19 stig eins og ÍBV og Afturelding en þessi lið eru í 3. - 5. sæti. Fram er eins og áður í 9. sæti með 16 stig og missti því af tækifæri til að komast upp fyrir Val.

Fram var yfir að loknum fyrri hálfleik 15:14. Valur komst yfir 20:19 á 39. mínútu og var yfir það sem eftir lifði leiksins en forskotið varð mest þrjú mörk á lokakaflanum.

Örvhenta skyttan Agnar Smári Jónsson skoraði 9 mörk fyrir Val og Martin Nagy varði 11 skot í markinu. 

Andri Már Rúnarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og var langmarkahæstur. Lárus Helgi Ólafsson varði 10 skot í markinu.

Mörk Vals: Agnar Smári Jónsson 9, Þorgils Jón Svölu Baldursson 4, Róbert Aron Hostert 4, Anton Rúnarsson 3, Finnur Ingi Stefánsson 3, Tumi Steinn Rúnarsson 1, Stiven Tobar Valencia 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1.

Mörk Fram: Andri Már Rúnarsson 11, Matthías Daðason 3, Breki Dagsson 3, Stefán Darri Þórsson 2, Arnar Snær Magnússon 2, Kristinn Hrannar Bjarkason 2, Þorgrímur Smári Ólafsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert