Aflýsa landsleikjunum við Holland

Erlingur Richardsson, landsliðsþjálfari Hollands og ÍBV hér á landi.
Erlingur Richardsson, landsliðsþjálfari Hollands og ÍBV hér á landi. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Ekkert verður af fyrirhuguðum vináttulandsleikjum Íslands og Hollands í aðdraganda EM í handbolta sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar 2022.

Þetta staðfesti Erlingur Richardsson, landsliðsþjálfari Hollands, í samtali við mbl.is í dag.

Dregið var í riðla fyrir EM 2022 í dag en Ísland og Holland leika saman í B-riðli keppninnar ásamt Portúgal og Ungverjalandi.

„Það stóð til að við myndum koma til Íslands og leika æfingaleiki við íslensla liðið í aðdraganda EM í janúar,“ sagði Erlingur.

„Ég ræddi við Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóra HSÍ, í dag og núna fer bara allt á fullt við að finna nýja mótherja og verkefni til þess að undirbúa liðið fyrir EM,“ bætti Erlingur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert