Ísland verður í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúarmánuði 2022.
Erlingur Richardsson er landsliðsþjálfari Hollendinga og verður því mótherji íslenska landsliðsins í janúar. Leikirnir í B-riðlinum verða leiknir í Búdapest og Ísland leikur þar við Portúgal 13. janúar, við Holland 16. janúar og við Ungverjaland 18. janúar. Tvö lið fara áfram úr hverjum riðli en hin tvö liðin hafa lokið keppni.
Alfreð Gíslason þjálfar lið Þýskalands sem mætir Austurríki, Hvíta-Rússlandi og Póllandi í riðlakeppninni.
Riðlarnir á EM verða þannig skipaðir:
A-RIÐILL:
Slóvenía, Danmörk, Norður-Makedónía, Svartfjallaland.
B-RIÐILL:
Portúgal, Ungverjaland, Ísland, Holland.
C-RIÐILL:
Króatía, Serbía, Frakkland, Úkraína.
D-RIÐILL:
Þýskaland, Austurríki, Hvíta-Rússland, Pólland.
E-RIÐILL:
Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Bosnía.
F-RIÐILL:
Noregur, Rússland, Slóvakía, Litháen.