Íslendingarnir fóru á kostum

Oddur Gretarsson - Balingen - Ragnar Jóhannsson, leikmaður Hüttenberg t.h. …
Oddur Gretarsson - Balingen - Ragnar Jóhannsson, leikmaður Hüttenberg t.h. (18). Ljósmynd/Balingen

Oddur Gretarsson mjög góðan leik fyrir Balingen og skoraði sex mörk í 28:26-sigri gegn Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik á útivelli í dag.

Oddur var markahæstur í liði Balingen ásamt Vladan Lipovina en Magdeburg leiddi með einu marki í hálfleik, 13:12.

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í liði Magdeburg með sjö mörk en Magdeburg er í fjórða sæti deildarinnar með 38 stig og tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni.

Sigurinn var hins vegar afar mikilvægur fyrir Balingen sem er í sextánda sæti deildarinnar með 19 stig, sex stigum frá fallsæti.

Þá var Viggó Kristjánsson markahæsti leikmaður Stuttgart þegar liðið heimsótti Minden en leiknum lauk með jafntefli, 27:27.

Viggó skoraði sjö mörk fyrir Stuttgart sem var fjórum mörkum undir í hálfleik, 10:14, en Stuttgart siglir lygnan sjó í deildinni með 24 stig í þrettánda sæti deildarinnar.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Melsungen sem vann 33:29-sigur gegn Leipzig á útivelli en Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari liðsins. Melsungen er í níunda sæti deildarinnar með 27 stig.

Þá komst Ýmir Örn Gíslason ekki á blað hjá Rhein-Neckar Löwen þegar liðið tapaði 24:27-fyrir Füchse Berlín á heimavelli en Löwen er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert