Sigvaldi öflugur í stórsigri

Sigvaldi Björn Guðjónsson átti góðan leik í dag.
Sigvaldi Björn Guðjónsson átti góðan leik í dag. AFP

Hægri hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson var á meðal markahæstu manna þegar lið hans Kielce vann afar öruggan 40:21 sigur gegn Piotrkow í pólsku 1. deildinni í handknattleik í dag.

Markaskorun dreifðist vel á milli leikmanna og skoraði Sigvaldi fimm mörk úr 7 skotum í leiknum. Var hann þar með jafnmarkahæstur ásamt liðsfélögum sínum, þeim Ángel Fernández, Igor Karacic og Szymon Sicko.

Kielce er í sérflokki í pólsku 1. deildinni þar sem liðið er búið að vinna hvern og einasta leik, 22 talsins.

Haukur Þrastarson er enn frá vegna erfiðra meiðsla og lék því ekki með Kielce.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert