Hægri hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson var á meðal markahæstu manna þegar lið hans Kielce vann afar öruggan 40:21 sigur gegn Piotrkow í pólsku 1. deildinni í handknattleik í dag.
Markaskorun dreifðist vel á milli leikmanna og skoraði Sigvaldi fimm mörk úr 7 skotum í leiknum. Var hann þar með jafnmarkahæstur ásamt liðsfélögum sínum, þeim Ángel Fernández, Igor Karacic og Szymon Sicko.
Kielce er í sérflokki í pólsku 1. deildinni þar sem liðið er búið að vinna hvern og einasta leik, 22 talsins.
Haukur Þrastarson er enn frá vegna erfiðra meiðsla og lék því ekki með Kielce.