Alexander Petersson er búinn að semja við þýska 1. deildarliðið Melsungen, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari stýrir, og mun söðla um að loknu yfirstandandi leiktímabili með Flensburg í sömu deild.
Alexander gekk til liðs við Flensburg í janúar á þessu ári frá Rhein-Neckar Löwen og stoppar því stutt, en kaupin á honum voru hugsuð sem tímabundin lausn eftir að Franz Semper meiddist á hné.
Fyrir utan Guðmund Þórð þjálfara mun Alexander hitta fyrir Arnar Frey Arnarsson og þá mun Elvar Örn Jónsson sömuleiðis ganga til liðs við Melsungen frá Skjern í sumar.
Melsungen, sem er um þessar mundir í 9. sæti þýsku deildarinnar, er greinilega stórhuga fyrir næsta tímabil því portúgalska stórskyttan André Gomes mun einnig ganga til liðs við félagið í sumar frá Porto.
🤝 Nächste Station fix
— SG Fle-Ha (@SGFleHa) May 11, 2021
Im Juli wird Alexander #Petersson zu @mthandball wechseln! Der Rückraumspieler wurde im Januar für ein halbes Jahr bei der SG verpflichtet, als sich Franz #Semper am Knie verletzte. Wir wünschen Dir alles Gute, Alex! 🙌#SGPower💙❤️#OhneGrenzen pic.twitter.com/bCBZ1R0TXi