Í aðalhlutverki hjá Barcelona

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/HSÍ

Aron Pálmarsson var í aðalhlutverki þegar Barcelona vann Meshkov Brest 33:29 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Hvíta-Rússlandi í dag. 

Barcelona er þar með í kjörstöðu til að komast í úrslitahelgina í Köln eða Final four í júní þar sem liðið á heimaleikinn eftir í Barcelona. 

Aron á ekki lítinn þátt í því að liðið sé í þessari stöðu því hann var í aðalhlutverki í dag. Aron gaf fjórtán stoðsendingar á samherja sína í leiknum og skoraði auk þess 5 mörk sjálfur. Dika Mem var markahæstur hjá Barcelona með 10 mörk. 

Barcelona vann keppnina síðast árið 2015, þá með Guðjón Val Sigurðsson innanborðs. Aron yfirgefur Barcelona í sumar og fer til Álaborgar og nú er síðasta tækifæri hans til að vinna keppnina með Barcelona. Aron vann keppnina með Kiel 2010 og 2012. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert