Aðalsteinn áfram á sigurbraut

Aðalsteinn Eyjólfsson ræðir við sína menn í Kadetten í leikhléi.
Aðalsteinn Eyjólfsson ræðir við sína menn í Kadetten í leikhléi. Ljósmynd/Kadetten

Handknattleiksþjálfarinn Aðalsteinn Eyjólfsson er áfram með lið sitt Kadetten Schaffhausen á sigurbraut í svissneska handboltanum.

Kadetten vann öruggan útisigur á Bern, 33:26, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitunum um meistaratitilinn í Sviss í dag. Staðan er 2:0 fyrir Kadetten sem verður á heimavelli í þriðja leiknum á sunnudaginn og getur þar gert út um einvígið.

Kadetten varð á dögunum bikarmeistari í Sviss og fyrr í vetur komst liðið í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar en féll þar fyrir stórliði Montpellier frá Frakklandi eftir að hafa náð óvæntu jafntefli í fyrri leiknum á útivelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert