Álaborgarmenn skelltu Flensburg

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg. mbl.is/Golli

Danska meistaraliðið Aalborg  gerði sér lítið fyrir og sigraði þýska stórliðið Flensburg á sannfærandi hátt í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag en liðin léku þá fyrri leik sinn í Danmörku.

Lokatölur urðu 26:21 en liðin mætast aftur í Flensburg eftir viku og þá ræðst hvort þeirra kemst í úrslitahelgina í næsta mánuði.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins og Aron Pálmarsson kemur til liðs við það í sumar. Alexander Petersson lék með Flensburg í dag en náði ekki að skora.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert