Grótta vann öruggan 27:21 sigur á Þór Akureyri í fallslag í úrvalsdeild karla í handknattleik í dag. Með sigrinum tryggði Grótta sæti sitt í deildinni og sendi um leið Þór niður um deild.
Mikið jafnræði var með liðunum allt þar til um miðjan síðari hálfleikinn. Gestirnir frá Akureyrir leiddu í hálfleik, 10:11, og voru 12:14 yfir eftir rúmlega 35 mínútna leik.
Eftir það tóku heimamenn í Gróttu vel við sér og komust yfir, 17:16. Um miðjan síðari hálfleikinn tóku Gróttumenn svo leikinn yfir og skoruðu næstu sjö mörk á móti aðeins einu marki Þórsara, staðan skyndilega orðin 24:17.
Þar með var skaðinn skeður og Grótta vann að lokum góðan sex marka sigur, 27:21, sem þýðir að Þór er fallið.