HK vann gífurlega öruggan 28:17 sigur gegn Fjölni/Fylki í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í úrvalsdeild kvenna, Olísdeildinni. HK er þar með komið úr úrslitaleik umspilsins.
Fyrri leik liðanna lauk einnig með stórsigri, 27:15, og fyrirstaðan því ekki mikil fyrir HK, sem lenti í í 7. og næstneðsta sæti Olísdeildarinnar í ár á meðan Fjölnir lenti í 7. sæti fyrstu deildar en komst í umspilið vegna fjölda ungmennaliða félaga í Olísdeildinni, sem mega þar með ekki fara upp um deild.
Markahæstu leikmenn HK í leiknum voru Jóhanna Margrét Sigurðardóttir með sjö mörk og Elna Ólöf Guðjónsdóttir með fimm mörk.
Markahæst í liði Fjölnis/Fylkis var María Ósk Jónsdóttir með sex mörk.
Í úrslitum umspilsins mætir HK annaðhvort Gróttu eða ÍR, sem etja nú kappi. Grótta vann fyrri leik liðanna með minnsta mun, 16:15.