Verður áfram í herbúðum FH

Birgir Már Birgisson er búinn að framlengja við FH.
Birgir Már Birgisson er búinn að framlengja við FH. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksmaðurinn Birgir Már Birgisson hefur framlengt samning sinn við FH. Birgir kom til FH frá Víkingi fyrir þremur árum. 

Birgir, sem leikur í hægra horni, hefur skorað 57 mörk í átján leikjum í Olísdeildinni á leiktíðinni. Hann hefur verið orðaður við félög erlendis, en hefur nú framlengt við FH-inga. 

„Það er alveg frábært að Birgir Már hafi ákveðið að framlengja samning sinn við okkur FH-inga. Birgir Már er einn af bestu hægri hornamönnum landsins, gæðadrengur innan sem utan vallar og hefur spilað virkilega vel fyrir okkur FH-inga undanfarin ár,” er haft eftir Ásgeiri Jónssyni, formanni handknattleiksdeildar FH, í yfirlýsingu félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert