Landsliðskona veiktist illa

Hildigunnur Einarsdóttir.
Hildigunnur Einarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég var mjög veik fyrstu dagana og mjög slöpp viku til tíu daga eftir það en er núna komin á gott ról,“ sagði handboltakonan Hildigunnur Einarsdóttir í samtali við handbolta.is en hún smitaðist af kórónuveirunni á dögunum.

Hildigunnur veiktist illa og lék ekkert með sínu liði í heilan mánuð og var hún m.a. í einangrun í 19 daga, eins og kemur fram í greininni á netmiðlinum.

Hún mun ganga í raðir Vals eftir tímabilið, en hún lék með Hlíðarendafélaginu áður en hún gerðist atvinnumaður. Hildigunnur hefur leikið erlendis í tæpan áratug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert