Ómar fór á kostum í naumu tapi

Ómar Ingi Magnússon er markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar.
Ómar Ingi Magnússon er markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar. Ljósmynd/HSÍ

Ómar Ingi Magnússon átti enn einn stórleikinn í liði Magdeburg þegar liðið tapaði með minnsta mun, 33:34, á heimavelli gegn Leipzig í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag.

Ómar skoraði níu mörk og gaf tvær stoðsendingar að auki og var jafnmarkahæstur í leiknum ásamt liðsfélaga sínum Michael Damgaard og Lukas Binder hjá Leipzig.

Hægri skyttan Ómar er sem stendur markahæstur í þýsku 1. deildinni með 197 mörk í 29 leikjum.

Magdeburg er í fjórða sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert