GOG, Álaborg og Holstebro eru öll búin að tryggja sér sæti í undanúrslitunum um danska meistaratitilinn í handknattleik karla.
Holstebro vann góðan 36:38 útisigur á Álaborg, þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari, í dag og tryggði sér þar með sigur í riðli 2. Óðinn Þór Ríkharðsson átti frábæran leik fyrir Holstebro og skoraði sex mörk úr sjö skotum.
Holstebro mætir því Bjerringbro/Silkeborg í undanúrslitinum.
GOG vann einmitt Bjerringbro/Silkeborg 37:35 í dag þar sem Viktor Gísli Hallgrímsson lék í marki GOG.
Varði hann fimm skot í leiknum fyrir GOG, sem vann riðil 1 og mætir því Álaborg í undanúrslitunum.
Í riðli 1 vann SønderjyskE svo Kolding 39:29, þar sem Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir SønderjyskE og Ágúst Elí Björgvinsson varði 3 skot í marki Kolding.
Þá vann Skjern 26:25 sigur á Skanderborg þar sem Elvar Örn Jónsson skoraði 1 mark fyrir Skjern.
SønderjyskE, Kolding, Skjern og Skanderborg eru öll úr leik.