Valskonur örugglega í undanúrslit

Lovísa Thompson skoraði átta mörk í dag.
Lovísa Thompson skoraði átta mörk í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lovísa Thompson átti mjög góðan leik fyrir Val þegar liðið vann öruggan sigur gegn Haukum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag.

Leiknum lauk með 28:22-sigri Valskvenna en Lovísa gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk fyrir Val.

Valskonur byrjuðu leikinn miklu betur og voru komnar fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútna leik. 

Valskonur leiddu með sex mörkum í hálfleik, 17:11, og Haukar voru aldrei líklegir til þess að jafna metin í síðari hálfleik.

Lilja Ágústsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir skoruðu fimm mörk hvor fyrir Val en Karel Helga Díönudóttir var markahæst Hauka með sex mörk.

Valur mætir Fram í undanúrslitum Íslandsmótsins en fyrsti leikur liðanna fer fram sunnudaginn 23. maí.

Haukar 22:28 Valur opna loka
60. mín. Hekla Rún Ámundadóttir (Haukar) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert