Grótta komin í úrslitaeinvígið

Gróttukonur eru komnar í úrslit umspilsins.
Gróttukonur eru komnar í úrslit umspilsins. Ljósmynd/Grótta handbolti

Gróttukonur leika til úrslita við HK um sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik á næsta tímabili eftir að þær sigruðu ÍR í oddaleik á Seltjarnarnesi í kvöld, 26:19.

Grótta vann því einvígið 2:1 en HK vann Fjölni/Fylki mjög örugglega, 2:0, í hinu einvíginu. 

Tinna Valgerður Gísladóttir skoraði 6 mörk fyrir Gróttu í kvöld, Katrín Anna Ásmundsdóttir, Katrín Helga Sigurbergsdóttir og Rut Bernódusdóttir 4 mörk hver. Ólöf Marín Hlynsdóttir var atkvæðamest hjá ÍR með 5 mörk.

Fyrsti umspilsleikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi á laugardaginn en tvo sigra þarf til að tryggja úrvalsdeildarsætið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert