Jöfnuðu í blálokin og Bjarki markahæstur

Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk í dag.
Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk í dag. AFP

Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo tryggðu sér stig á síðustu stundu á heimavelli gegn Gunnari Steini Jónssyni og samherjum hans í Göppingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag.

Lemgo náði boltanum þegar tólf sekúndur voru eftir og sá tími dugði til þess að Jonathan Carlsborgard jafnaði metin og lokatölur urðu 26:26.

Bjarki Már var einu sinni sem oftar markahæsti leikmaður Lemgo með sjö mörk en Gunnar Steinn náði ekki að skora fyrir Göppingen.

Göppingen er í fimmta sæti deildarinnar með 38 stig og er með Evrópusæti innan seilingar. Lemgo er í tíunda sætinu með 29 stig.

Bjarki varð markakóngur deildarinnar í fyrra og er sjöundi markahæstur núna með 165 mörk í 26 leikjum. Hann hefur leikið tveimur til fimm leikjum færra en flestallir sem eru fyrir ofan hann á markalistanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert