Áfall fyrir FH-inga

Phil Döhler er einn besti markvörður Olísdeildarinnar.
Phil Döhler er einn besti markvörður Olísdeildarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þýski handknattleiksmarkvörðurinn Phil Döhler mun ekki leika með FH á næstunni vegna tognunar í læri. Handbolti.is greinir frá að Þjóðverjinn verði líklegast ekki klár í bátana á nýjan leik fyrr en í úrslitakeppninni.

Um mikið áfall er fyrir FH að ræða þar sem Döhler er einn besti markvörður deildarinnar. Í fjarveru Döhlers mun Birkir Fannar Bragason standa í markinu og Júlíus Freyr Bjarnason vera honum til halds og trausts.

FH mætir ÍR næstkomandi mánudag og ÍBV á fimmtudaginn kemur í lokaleikjum liðsins í deildinni, áður en úrslitakeppnin hefst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert