HK komst í kvöld í 1:0 í einvígi sínu gegn Gróttu um sæti í efstu deild kvenna í handbolta með 28:18-sigri á heimavelli. HK keppir um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu og Grótta freistar þess að taka sætið af Kópavogsliðinu.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir átti sannkallaðan stórleik og skoraði 13 mörk, en hún er aðeins 18 ára gömul. Sigríður Hauksdóttir kom þar á eftir með fjögur mörk. Katrín Anna Ásmundsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Gróttu og Ágústa Huld Gunnarsdóttir þrjú.
Annar leikur liðanna fer fram á Seltjarnarnesi næstkomandi þriðjudag og gulltryggir HK sér áframhaldandi veru í efstu deild með sigri.