Þýska liðið Magdeburg tryggði sér í kvöld farseðilinn í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í handbolta með 30:29-sigri á Wisla Plock í æsispennandi undanúrslitaleik. Úrslitahelgin fer fram í Mannheim í Þýskalandi.
Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með liðinu vegna axlarmeiðsla.
Ljóst er að úrslitaleikurinn verður þýskur því Rhein-Nekcar Löwen og Füchse Berlin eigast við í seinni undanúrslitaleiknum. Ýmir Örn Gíslason er leikmaður Löwen.